Skip to main content

Um Eignaþrif

Eignaþrif ehf hóf starfsemi sína haustið 2019. Strax frá stofnun félagsins var markmiðið okkar að veita persónulega, faglega og framúrskarandi þjónustu sem myndi stuðla að traustum og löngum viðskiptasamböndum. Ríflega 20 manns starfa hjá fyrirtækinu í dag og fjölgar ört í okkar frábæra hóp.

Eignaþrif bíður upp á margvíslegar lausnir þegar kemur að þrifum og ræstingu. Við erum alltaf að læra og bæta við nýjum þjónustuliðum til að koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina.

Svansvottað fyrirtæki

Við notum nánast einungis vottuð efni við daglegar ræstingar og er lágmarkað það magn efna sem notuð eru við þrif sem er til fyrirmyndar. Þar að auki höfum við tekið skref til að verða enn umhverfisvænni, þ.á.m. að kaupa inn einungis umhverfisvottaðar tuskur og minnka plastnotkun.

Í viðmiðum Svansins fyrir ræstiþjónustur er lögð áhersla á bæði umhverfi og heilsu starfsfólks, enda getur mikil efnanotkun fylgt ræstingum. Með því að nota í auknum mæli umhverfisvottuð efni til ræstinga er notkun á skaðlegum efnum haldið í algjöru lágmarki þar sem mörg efni sem eru algeng í ræstivörum eru bönnuð í umhverfisvottuðum vörum. Þetta á til dæmis við um efni sem geta verið hormónaraskandi, ofnæmis- og krabbameinsvaldandi. Vottun Svansins nær einnig til fleiri þátta eins og þjálfun starfsfólks og innkaupaferla fyrirtækisins sem styður við forsendur vottunarinnar. Það þarf því að horfa til margra þátta til að hljóta Svansvottun, enda er Svanurinn lífsferilsmerki sem skoðar heildstætt það sem vottað er.

Hafa samband

Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma
eða með því að senda tölvupóst.

EIGNAÞRIF

Sími: 416-7770
Netfang: eignathrif@eignathrif.is

Kennitala: 700819-1080